Ævar Uggason (f. 2000) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2024. Verk hans fjalla um daglegt líf, hverfandi augnablik og síbreytileg sjónarhorn. Hann leikur sér að fyrirfram ákveðnum hugmyndum, snýr þeim á rönguna og hristir upp í merkingu þeirra. Með því leyfir hann áhorfandanum að ljá augnablikinu, hugmyndinni eða efniviðnum nýja og eða breytta merkingu. Ævar vinnur skúlptúr, innsetningar og vídeó. Sjálfur leikurinn við sköpun myndlistar er grundvallarstoð í listsköpun hans.
Ævar Uggason (b. 2000) lives and works in Reykjavík. He graduated from the Iceland University of the Arts in 2024. His works deal with everyday life, fleeting moments, and ever-changing perspectives. He plays with preconceived ideas, turns them upside down, and disrupts their meaning. In doing so, he allows the viewer to lend the moment, the idea, or the material a new or altered meaning. Ævar works with sculpture, installation, and video. The very act of playing with the process of art-making is a fundamental element of his artistic practice.